Stofnandi og starfsmaður Vinnandi Fólks er Ragnheiður Kristinsdóttir iðjuþjálfi.
Ragnheiður hefur sérhæft sig í andlegri líðan fólks og vinnufærni og starfað um árabil í geðheilbrigðisgeiranum og innan starfsendurhæfingar, nú síðast sem sérfræðingur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Í störfum sínum hefur hún öðlast haldbæra þekkingu á þeim atriðum sem hafa áhrif á atvinnuþátttöku fólks.
Að auki hefur Ragnheiður lokið meistaragráðu í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, hefur réttindi sem viðurkenndur aðili í vinnuvernd og lokið grunnnámi sem markþjálfi. Síðastliðin þrjátíu ár hefur hún komið að rekstri fyrirtækis í eigu fjölskyldunnar.